
Ívar Bjarklind
er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, MSc-gráðu í fíknifræðum frá King's College, London og MSc-gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ívar hefur starfað á móttökugeðdeild og fíknigeðdeild Landspítala og sömuleiðis á réttargeðdeild Maudsley sjúkrahússins í London (NHS). Ívar vann enn fremur við fangavörslu hjá Fangelsismálastofnun og hefur sinnt sérkennsluúrræðum og liðveislu á vegum Reykjavíkurborgar.
Ívar sinnir einstaklingsmeðferð fullorðinna og ungmenna, ásamt ADHD-greiningum og skimun á einhverfu meðal sömu hópa. Ívar byggir meðferð á fjölbreyttum fræðilegum grunni; beitir þannig hugrænni atferlismeðferð, dýnamískri samtalsmeðferð og einnig öðrum aðferðum sé þess þörf.
Dæmi um vanda sem Ívar sinnir:
Kvíði
Þunglyndi
Lágt sjálfsmat
Fíkn (samtalsmeðferð eftir að áfengis- og vímuefnameðferð lýkur og/eða samhliða 12 spora fundum).
