![](https://static.wixstatic.com/media/4a5f8e_68451fc6fec444eaa68eda281e79ecda.png/v1/fill/w_564,h_106,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/4a5f8e_68451fc6fec444eaa68eda281e79ecda.png)
Ívar Bjarklind
er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, MSc-gráðu í fíknifræðum frá King's College, London og MSc-gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ívar hefur starfað á móttökugeðdeild og fíknigeðdeild Landspítala og sömuleiðis á réttargeðdeild Maudsley sjúkrahússins í London (NHS). Ívar vann enn fremur við fangavörslu hjá Fangelsismálastofnun og hefur sinnt sérkennsluúrræðum og liðveislu á vegum Reykjavíkurborgar. Samhliða starfi sínu hjá Sálfræðiráðgjöfinni gegnir Ívar stöðu sálfræðings í Geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE).
Ívar sinnir einstaklingsmeðferð fullorðinna og ungmenna. Meðferðin er byggð á fjölbreyttum fræðilegum grunni; Ívar beitir þannig hugrænni atferlismeðferð, dýnamískri samtalsmeðferð og einnig öðrum aðferðum sé þess þörf.
Dæmi um vanda sem Ívar sinnir:
Kvíði, þunglyndi og lágt sjálfsmat.
Fíkn (samtalsmeðferð eftir að áfengis- og vímuefnameðferð lýkur og/eða samhliða 12 spora fundum).
![Ívar heimasíða.jpg](https://static.wixstatic.com/media/4a5f8e_5c6adcd17eaf46eba61d782ac932afde~mv2.jpg/v1/fill/w_315,h_473,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/%C3%8Dvar%20heimas%C3%AD%C3%B0a.jpg)