top of page

Hjalti Jónsson

 

lauk Cand Psych prófi frá Háskóla Íslands árið 2012 og hefur starfað sem sálfræðingur síðan þá. Hjalti hefur víðtæka reynslu af því að vinna með börnum og ungu fólki í tilfinningavanda. Hann starfaði sem skólasálfræðingur Verkmenntaskólans á Akureyri í fjögur ár og hefur þjónustað marga grunnskóla og sveitarfélög á Norðurlandi allt til dagsins í dag.

 

Hjalti býður einnig upp á fjarþjónustu í gegnum Karaconnect.com sem veitir fólki sem býr fjarri sálfræðiþjónustu tækifæri til þess að sækja sér hana óháð búsetu. Hægt er að kynna sér Karaconnect með því að fylgja tenglinum hérna að neðan:

Karaconnect: https://app.karaconnect.com/profile-preview/1762


Hjalti vinnur með kvíða, depurð, lágt sjálfsmat, áföll og streitu eftir aðferðum Hugrænnar atferlismeðferðar.
 
Meðfram klínískri vinnu hefur hann haldið fyrirlestra um kvíða og depurð ungs fólks víðsvegar um landið og haldið hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð við kvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati.

Hjalti Jónsson.jpg

Bókun viðtalstíma í síma: 821 6807

 

Netfang: hjalti@metis.is

bottom of page