Guðjón Idir

 

er heimspekingur og stofnandi Betri vitundar. Hann býður uppá

Heimspekilega ráðgjöf en hún byggir á Logic-based therapy. Í henni er leitast við að skoða og greina hvaða tilfinningalegu rökvillur valda vanlíðan. Slíkar villur geta verið kröfur um fullkomnun, kröfur
um algjöra stjórn (á aðstæðum eða öðru fólki), að fylgja í blindni, að
mála skrattann á vegginn o.fl.
Þá eru kannaðar þær fyrirframgefnu hugmyndir sem
skjólstæðingur er með og geta leitt til óhjálplegrar hugsunar og
neikvæðra tilfinninga.

Í markþjálfuninni, sem blandast saman við heimspekilega ráðgjöf, er
aðallega lögð áhersla á hlustun og opnar spurningar sem hjálpa
einstaklingnum að sjá sig og líf sitt útfrá víðari linsu. Þar er jafnan
farið í að greina þarfir skjólstæðings, skoðað hvernig þeim er mætt og
hvort það sé með hjálplegum eða óhjálplegum hætti. Eftir því sem ferlinu vindur fram eru grunngildi skjólstæðingsins skoðuð.

Í vinnu minni með skjólstæðingum legg ég aðaláherslu á það
hvar hún/hann eru stödd í dag og hvers konar lífi viðkomandi langar að lifa.
Heimspekileg ráðgjöf og þjálfun tekur þannig á því sem mætti kalla vandamál hversdagsins (e. problems in living) en undir það falla alls kyns áskoranir eins og samskiptaörðugleikar, spurningar um tilgang,
siðferðilegar klemmur, að velja sér leið í lífinu, upplifun fólks af
tímanum (eins og að eldast), sjálfsmyndin, breyttar aðstæður, og fleira
er kemur upp á lífsleiðinni.

 

  • Hægt er að panta viðtal á betrivitund.is eða í síma 620-9050.

  • Viðtöl fara fram hjá Sálfræðiráðgjöfinni Lækjartorgi 5 í Reykjavík eða í gegnum fjarfundabúnað. 

Guðjón Idir.JPG

Bókun viðtalstíma á betrivitund.is eða í síma 620 9050.