top of page

Guðjón Idir

 

  • er heimspekingur að mennt og stofnandi Betri vitundar. Guðjón bíður upp á tilvistarmiðaða þjálfun sem styður fólk til að lifa merkingarbærara lífi og finna fyrir auknum tilgangi. Tilvistarmiðuð þjálfun sem byggir bæði á markþjálfun og heimspeki styður fólk í að takast á við óttann sem getur fylgt því að lifa í óvissu og hjálpar því að finna styrk til að mæta framtíðinni sem einlæg og ósvikin útgáfa af sjálfu sér. 

  • Erfiðar tilfinningar eru vísbendingar eða skilaboð um hverju við þurfum að huga að til að lifa í betra jafnvægi. Nálgunin hér er ekki að horfa á þessar tilfinningar sem vitnisburð um sjúkdóma sem þarfnast greiningar, heldur horfum við á þær sem vitnisburð um innri togstreitu sem lýsir sér í tilvistarlegum flækjum (e. problems in living). Tilvistarmiðuð þjálfun er vegferð þar sem við gaumgæfum þessar vísbendingar og  dýpkum sjálfsskilning okkar til að skilja og greina hverjar þarfir okkar eru, hvar mörkin okkar liggja og hvaða gildi glæða líf okkar dýpri merkingu. 

 

  • Hægt er að panta viðtal á www.betrivitund.is eða í síma 620-9050.

  • Viðtöl fara fram hjá Sálfræðiráðgjöfinni Lækjartorgi 5 í Reykjavík eða í gegnum fjarfundabúnað. 

Guðjón Idir.jpg

Bókun viðtalstíma á www.betrivitund.is eða í síma 620 9050.

bottom of page