Hjördís Inga Guðmundsdóttir
lauk B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, diploma í Alþjóða samskiptum frá Háskóla Íslands árið 2009 og MSc í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2012. Frá árinu 2019 hefur hún svo lokið sérnámi í bæði Hugrænni atferlismeðferð (HAM), Sáttar og ábyrgðarmeðferð (ACT) og Hugræna úrvinnslumeðferð (HÚM). Árið 2021 hlaut Hjördís svo titilinn Sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna frá Landlækni.
Frá námsárunum hefur Hjördís sérhæft sig í einstaklingsmeðferð fullorðinna og mikið unnið með kvíðaraskanir og áföll.
Hjördís hefur unnið talsvert með innflytjendum og sjálfboðaliðum og var um nokkurra ára skeið verkefnastjóri áfallahjálpar hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Frá því að hún hóf störf hefur hún haldið ótal námskeið og fyrirlestra um fjölda viðfangsefna. Má þar nefna HAM námskeið, Sálrænn stuðningur, Klókir krakkar, Streitueinkenni og kulnun, ACT, o.s.frv.
Í meðferðarvinnu býður Hjördís upp á hugræna atferlismeðferð eða sáttar og ábyrgðarmeðferð en í áfallavinnu notast hún við Hugræna úrvinnslumeðferð (HÚM) og sáttar og ábyrgðarmeðferð fyrir áföll (TFACT).
Hjá sálfræðiráðgjöfinni býður Hjördís upp á meðferð við tilfinningaröskunum, kvíða og þunglyndi, áfallastreitu og áhrifum bráðra áfalla. Hjördís hefur einnig reynslu af meðferð unglinga og pararáðgjöf.