Birgir Örn Steinarsson

 

 

lauk MS prófi í klínískri sálfræði úr Háskóla Íslands árið 2018. Hann hefur reynslu af meðferðarvinnu eftir starfsnám á Hvítabandinu og Meðferðarstofnun NLFÍ í Hveragerði. Birgir starfar einnig sem sálfræðingur hjá Píeta samtökunum sem einblína á einstaklinga með tíðar sjálfsvígshugsanir. Hann hefur unnið með kvíða, þunglyndi, samskiptaörðugleika, svefnvanda og lágt sjálfsmat. Birgir starfar bæði með unglingum og fullorðnum.

 

Birgir lauk námskeiði hjá dr. Melanie Fennell í Hugrænni atferlismeðferð við lágu sjálfsmati. Hann dvaldi eitt ár við Kaupmannarhafnarháskóla þar sem hann lærði m.a. aðferðir gegn streitu á vinnustöðum og markaðstengda sálfræði.

 

Birgir hefur starfað sem listamaður frá unglingsaldri og komið að gerð tónlistar, kvikmynda og ritverka. Hann hefur meðal annars aðstoðað listamenn við losun sköpunarflæðis og ritstíflur, haldið fjölda fyrirlestra um efnið og kennir á aðferð á námskeiði við Listaháskóla Íslands.

Bókun viðtalstíma í síma: 861 6322
Netfang: birgirornsteinarsson@gmail.com