top of page

​Þórunn Finnsdóttir

lauk embættisprófi 1997 frá Árósarháskóla sem sálfræðingur. Þórunn er með íslenska sérfræðiviðurkenningu með áfallasálfræði sem undirgrein og norska sérfræðiviðurkenningu fyrir fullorðna.

 

Þórunn hefur verið viðurkenndur EMDR  meðferðaraðili í rúm 20 ár og hefur auk þess þekkingu og reynslu af hugrænni atferlismeðferð og dialektískri atferlismeðferð. Hún á fjölda námskeiða að baki og þá aðallega með áherslu á áfallatengd fræði.

 

Þórunn hefur víðtæka reynslu sem sálfræðingur á Íslandi og í Noregi. Hún starfaði í 10 ár á vefrænum deildum Landsspítalans, lengst af á endurhæfingardeildum Grensási og á Neyðarmóttöku vegna naugana. Í Noregi starfaði hún á almennri göngudeild geðsviðs,  á legudeild fyrir einstaklinga með lyndisraskanir og persónuleikaraskanir og  á göngudeild fyrir einstaklinga með geðrofsraskanir þar sem hún var í teymi sem sá um nýgreiningar og meðferð. Hún starfaði um tíma sem yfirsálfræðingur á HSS og sem fagstjóri Píeta samtakanna, sem eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum.

 

Hjá Sálfræðiráðgjöfinni sinnir Þórunn aðallega meðferð við áfallastreituröskun og öðrum áfalla- og álagstengdum sálrænum vanda,  auk sorgarúrvinnslu.

Þórunn Finnsdóttir.jpg

Bókun viðtalstíma í síma 862 5386 á milli kl. 18 og 20 virka daga.
Netfang: thorunnfi@gmail.com

bottom of page