top of page

Dr. Erla Björnsdóttir

 

er sálfræðingur og einn af þremur rekstraraðilum Sálfræðiráðgjafarinnar.

 

Hún lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. 

 

Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi.

 

Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla hefur einnig umsjón með www.betrisvefn.is þar sem boðið er uppá hugræna atferlismeðferð við svefnleysi í gegnum internetið.

 

Hjá sálfærðiráðgjöfinni sinnir Erla meðferð við svefnleysi, þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati og öðrum tilfinningavanda. Erla bíður einnig uppá pararáðgjöf.

 

Erla Björnsdóttir.jpg

Bókun viðtalstíma fer fram í síma

860-8009

Netfang: erlabjo@gmail.com

bottom of page