Guðbrandur Árni Ísberg

 

 

er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann er einn af þremur rekstraraðilum Sálfræðiráðgjafarinnar.

 

Guðbrandur lauk embættisprófi í sálarfræði frá Árósarháskóla árið 1999 og seinna framhaldsnámi í hugrænni atferlismeðferð og ársnámi í taugavísindum mannlegra tengsla, auk fjölda námskeiða hér heima og erlendis.

 

Í Danmörku starfaði Guðbrandur á meðferðarstofnun fyrir traumatíserað flóttafólk og seinna á fjölskyldumeðferðarstofnun. Hann er nú sjálfstætt starfandi en hefur á Íslandi auk þess starfað í Forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sem skólasálfræðingur hjá Reykjanesbæ.

 

Auk kvíða, þunglyndis og reiðistjórnunar fæst Guðbrandur einkum við meðferð á sálrænum áföllum, sorgarvinnslu og parameðferð. Guðbrandur starfar með fullorðna, fjölskyldur og pör. Áralöng reynsla af handleiðslu fyrir jafnt einstaklinga sem hópa.

 

Guðbrandur hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra. Á seinni árum aðallega um áhrif sálrænna áfalla á börn, mikilvægi nándar fyrir heilbrigðan þroska og samskipti og skammartengd fyrirbæri.

 

Vorið 2019 kom út önnur bók Guðbrandar "Skömmin - úr vanmætti í sjálfsöryggi" um skammartilfinningar, birtingarmyndir þeirra og meðferðarúrræði. Sjá nánar https://www.forlagid.is/vara/skommin-ur-vanmaetti-i-sjalfsoryggi/

Fyrsta bók Guðbrandar “Í nándinni – innlifun og umhyggja” kom út hjá JPV-útgáfunni 2013. Sjá nánar um þá bók hér https://www.forlagid.is/vara/i-nandinni-innlifun-og-umhyggja/

Bókun viðtalstíma eða fyrirspurnir um námskeið eða fyrirlestra fer fram í síma 862-7978
Netfang: gudbrandurarni@simnet.is

Lækjartorgi 5, 2. hæð
© 2014 Sálfræðiráðgjöfin