Guðbrandur Árni Ísberg
er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann er einn af þremur rekstraraðilum Sálfræðiráðgjafarinnar.
Guðbrandur lauk embættisprófi í sálarfræði frá Árósarháskóla árið 1999 og seinna framhaldsnámi í hugrænni atferlismeðferð og ársnámi í taugavísindum mannlegra tengsla, auk fjölda námskeiða hér heima og erlendis meðal annars í handleiðslufræðum.
Í Danmörku starfaði Guðbrandur á meðferðarstofnun fyrir traumatíserað flóttafólk og seinna á fjölskyldumeðferðarstofnun. Hann er nú sjálfstætt starfandi en hefur á Íslandi auk þess starfað í Forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sem skólasálfræðingur hjá Reykjanesbæ.
Síðustu ár hefur Guðbrandur lagt aðaláherslu á vinnu með sálræn áföll, sorgarúrvinnslu, afleiðingar skilnaðar og ýmsan tilvistarlegan vanda. Guðbrandur starfar einkum með fullorðna og pör. Áralöng reynsla af handleiðslu fyrir jafnt einstaklinga sem hópa.
Guðbrandur hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra í gegnum árin.
Vorið 2019 kom út önnur bók Guðbrandar "Skömmin - úr vanmætti í sjálfsöryggi" um skammartilfinningar, birtingarmyndir þeirra og meðferðarúrræði. Sjá nánar https://www.forlagid.is/vara/skommin-ur-vanmaetti-i-sjalfsoryggi/
Fyrsta bók Guðbrandar “Í nándinni – innlifun og umhyggja” kom út hjá JPV-útgáfunni 2013. Sjá nánar um þá bók hér https://www.forlagid.is/vara/i-nandinni-innlifun-og-umhyggja/
Bókun viðtalstíma eða fyrirspurnir um námskeið eða fyrirlestra fer fram í síma 862-7978
Netfang: gudbrandurarni@simnet.is
(e. affective mentalization)