Gunnar Karl Karlsson
lauk Cand Psych prófi frá Háskóla Íslands 2005. Gunnar Karl lauk tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð og Endurmenntunar Háskóla Íslands í samvinnu við Oxford Cognitive Therapy Centre. Þá hefur Gunnar Karl hlotið sérfræðiviðurkenningu frá Landlæknisembættinu í sérgreininni uppeldissálfræði (developmental Psychology) og hefur félagsaðild að Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga, Félagi um hugræna atferlismeðferð og Félagi sérfræðinga í klínískri sálfræði.
Gunnar Karl hefur starfað sem meðferðarfulltrúi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og á geðdeildum Landspítala fyrir fullorðna. Hann starfaði sem sálfræðingur hjá Barnavernd Reykjavíkur og í hlutastarfi á sviði vinnu- og heilsuverndar hjá Vinnuvernd 2007- 2009. Frá árinu 2009 hefur Gunnar Karl starfað sem sálfræðingur á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga.
Auk víðtækrar starfsreynslu við greiningu og meðferð, hefur Gunnar Karl sótt fjölda námskeiða og ráðstefna, meðal annars um íþróttasálfræði, núvitund, og lokið við námskeið um störf sálfræðinga í forsjár- og umgengnisdeilum.
Gunnar Karl hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við kvíða, þunglyndi og öðrum algengum vandamálum hjá unglingum og fullorðnum. Einnig hefur hann lagt áherslu á núvitund (Mindfulness) og ACT (Acceptance and Commitments Therapy) fyrir fólk sem vill efla sjálfsmyndina, auka andlegan styrk og bæta hugarfarið til betri árangurs í íþróttum eða starfi.