Jóel Dan Björnsson - Sálfræðingur
Jóel er sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni en starfar einnig sem sérfræðingur hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði.
Jóel lauk B.S prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2016, MS-gráðu í heilsusálfræði frá Bretlandi 2017 og MS-gráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2020. Hann hefur starfað sem sálfræðingur lengst af í þunglyndis- og kvíðateymi á göngudeild Landspítalans og hefur umtalsverða reynslu þaðan af gagnreyndri meðferð við áráttu-þráhyggju, heilsukvíða, félagsfælni og áfallastreituröskun. Hann starfaði einnig í þrjú ár hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni samhliða störfum sínum á Landspítala þar sem hann veitti meðferð við áfallastreitu, kvíða og tilfinningavanda.
Í starfi hefur Jóel lokið sérstakri þjálfun og handleiðslu bæði í hugrænni úrvinnslumeðferð (HÚM) við áfallastreituröskun og framhaldsþjálfun í hugrænni atferlismeðferð og berskjöldun við áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD). Hann sérhæfir sig í meðferð við áráttu- þráhyggju, almennum kvíða og áfallastreitu.
Jóel veitir einstaklingsmeðferð fyrir fullorðna með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og hugrænnar úrvinnslumeðferðar. Hann býður upp á meðferð við kvíða, áráttu- þráhyggju, þunglyndi, lágu sjálfsmati og áfallastreituröskun.
Hafðu samband
Hafðu samband við Jóel til þess að bóka tíma í gegnum tölvupóst.
