Þórdís Jónsdóttir - Sálfræðingur
Þórdís er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, Msc gráðu í Heilsusálfræði frá City University í London og Cand. psych. gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þórdís hefur starfað sem sjálfstætt starfandi klínískur sálfræðingur frá 2019 og á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans frá 2016.
Þórdís sinnir aðallega einstaklingsmeðferð fullorðinna og ungmenna og hefur mikið unnið með fólki sem hefur farið í gegnum erfiða lífsreynslu, veikindi og áföll. Hún leggur áherslu á einstaklingsmiðaða nálgun sem byggir á gagnreyndum aðferðum eins og HAM (hugrænni atferlismeðferð), HÚM/CPT (hugrænni úrvinnslumeðferð), ACT (acceptance and commitment therapy), narrative therapy og DAM (díalektískri atferlismeðferð).
Þórdís hefur brennandi áhuga á tengslum hugar og líkama og hefur síðustu ár starfað með fólki sem glímir við erfiða erfðasjúkdóma, lifir með auknum líkum á því að fá sjúkdóma vegna þekktra erfðabreytileika og pörum sem fá erfiðar niðurstöður úr erfðarannsóknum á meðgöngu svo dæmi séu tekin.
Dæmi um vanda sem Þórdís sinnir:
Kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat, áfallastreita, tilfinningavandi.
Hafðu samband
Hafðu samband við Þórdísi til þess að bóka tíma í síma eða í gegnum tölvupóst.
Sími: 6600703

