top of page
inga_edited.png

Inga Rún Björnsdóttir

  • Svefnvandi

  • Kvíði, depurð og lágt sjálfsmat

  • Streita og kulnun

  • Fyrirlestrar og námskeið

  • Facebook

Inga Rún Björnsdóttir - Sálfræðingur

Inga Rún lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaraprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2015. Faglegur bakgrunnur Ingu liggur innan taugasálfræði og klínískrar sálfræði. Inga Rún starfaði í taugasálfræðiþjónustu Landspítala, m.a. í heilaskaðateymi Grensáss. Hún starfaði einnig um árabil sem stundakennari í klínískri taugasálfræði við sálfræðideild HÍ.

Inga Rún starfar einnig sem sálfræðingur hjá Betri Svefni. Hún heldur fyrirlestra og námskeið fyrir fyrirtæki, vinnustaði, íþróttafélög, skóla og ýmis félagasamtök um mikilvægi svefns. Hún stýrir m.a. hópnámskeiðum Betri Svefns, veitir einstaklingsmeðferð og almenna ráðgjöf við svefnvanda. 

Inga hefur sótt vinnustofur í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi, HAM-S (e. Cognitive Behavioural Therapy for Insomnia, CBT-I) og fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur innan sálfræðinnar.

 

Hjá Sálfræðiráðgjöfinni sinnir Inga Rún meðferð við svefnleysi, streitu, depurð, kvíða, lágu sjálfsmati og öðrum tilfinningavanda, með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Hafðu samband

Hafðu samband við Ingu Rún til þess að bóka tíma í síma eða í gegnum tölvupóst.

Sími: 556-2500

bottom of page