top of page
Gudmundur_Sigurdsson-Portrait-BW.png

Guðmundur Sigurðsson

  • Fullorðnir og ungmenni sem glíma við þunglyndi, kvíða, félagsfælni og lágt sjálfsmat.

  • ​Notast við Hugræna atferlismeðferðar (HAM) og hugrænni úrvinnslumeðferð (CPT)

  • Vinna með íþróttafólki sem vill bæta frammistöðu sína í íþóttum

  • Facebook

Guðmundur Sigurðsson - Sálfræðingur

Guðmundur Sigurðsson

Ég lauk BSc-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2019 og MSc-gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla árið 2022. Í náminu öðlaðist ég fjölbreytta klíníska reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga. Starfsnámið mitt fór fram hjá Geðhvarfateymi Landspítalans, þar sem ég tók meðal annars þátt í einstaklings- og hópmeðferðum við félagskvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati.  

Áður en ég útskrifaðist sem sálfræðingur starfaði ég á Öryggis- og réttargeðdeild Landspítalans og í búsetukjarna fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Eftir útskrift hef unnið á bráðamóttöku geðsviðs og Geðrofsteymi Landspítalans. Ég starfa nú sem sálfræðingur í þunglyndis- og kvíðateymi Landspítalans samhliða því að vera hjá Sálfræðiráðgjöfinni. 

Ég hef sérstakan áhuga á að styðja fullorðna og ungmenni sem glíma við þunglyndi, kvíða, félagsfælni og lágt sjálfsmat. Í minni vinnu legg ég áherslu á að skapa traust og öryggi, þar sem við vinnum markvisst að breytingum með gagnreyndum aðferðum úr hugrænni atferlismeðferð (HAM), í takt við þarfir og markmið hvers einstaklings. Ég hef einnig áhuga á meðferð við áfallastreituröskun (PTSD), og beiti þar hugrænni úrvinnslumeðferð (e. Cognitive Processing Therapy, CPT), sem er árangursrík aðferð til að vinna úr áfallareynslu.

Ég æfði fótbolta og körfubolta þegar ég var yngri og alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum. Ég ákvað því að bæta við mig diplómu í íþróttasálfræði frá HR árið 2025. Með þeirri þekkingu aðstoða ég einstaklinga sem vilja bæta frammistöðu sína í íþróttum eða öðrum krefjandi aðstæðum, með áherslu á andlega færni, einbeitingu, sjálfstraust og bjargráð við streitu og álagi.

Hafðu samband

Hafðu samband við Guðmund til þess að bóka tíma í síma eða í gegnum tölvupóst.

Sími: 862 1649

bottom of page