Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir
Aldís Þorbjörg lauk cand.psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og framhaldsnámi í para- og kynlífsráðgjöf við Michigan Háskóla árið 2020.
Pararáðgjöf er ætluð pörum til að leysa úr ágreiningi, byggja upp traust og nánd. Kynlífsráðgjöf er ætluð bæði pörum og einstaklingum sem eru að takast á við vanda sem tengist kynlífi eða nánd. Ýmislegt getur leitt pör eða einstakling í kynlífsráðgjöf. Til að mynda ólík löngun í kynlíf, sársauki við kynlíf, fullnægingarvandi, seinkað sáðlát og risvandi. En einnig getur kynlífsvandi verið tilkominn vegna álags eða áfalla. Aldís veitir áfallameðferð samhliða kynlífsráðgjöf þegar við á.
Aldís Þorbjörg starfaði um tíma sem ráðgjafi hjá samtökunum ´78 og hefur góða þekkingu á málefnum hinsegin fólks. Hún hefur setið vinnustofur um samkenndarmiðaða meðferð og hugræna atferlismeðferð. Aldís hefur lokið þjálfun í notkun EMDR meðferðar við áföllum og er í dag hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili.
Aldís situr í stjórn félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga og er formaður Kynís- kynfræðifélagi íslands. Hún er félagi í EMDR Ísland og sækir regulega ráðstefnur um bæði EMDR og kynlífsráðgjöf.
Heimasíða: kynheilsa.is
Hafðu samband
Hafðu samband við Aldísi til þess að bóka tíma í síma eða í gegnum tölvupóst.
Sími: 661-6492

