Hjördis Inga Guðmundsdóttir
Hjördís Inga lauk B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, diploma í Alþjóða samskiptum frá Háskóla Íslands árið 2009 og MSc í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2012. Frá árinu 2019 hefur hún svo lokiđ sérnámi í Hugrænni atferlismeđferđ (HAM), Sáttar og ábyrgđarmeđferđ (ACT) og Hugrænni úrvinnslumeđferđ (HÚM). Árið 2021 hlaut Hjördís svo titilinn Sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna frá Landlækni.
Frá námsárunum hefur Hjördís sérhæft sig í einstaklingsmeðferð fullorðinna og mikið unnið með kvíðaraskanir og áföll.
Hjördís hefur unnið talsvert með innflytjendum og sjálfboðaliðum og var um nokkurra ára skeið verkefnastjóri áfallahjálpar hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Frá því að hún hóf störf hefur hún haldið ótal námskeið og fyrirlestra um fjölda viðfangsefna. Má þar nefna HAM námskeið, Sálrænn stuðningur, Klókir krakkar, Streitueinkenni og kulnun, ACT, o.s.frv.
Í meðferðarvinnu býður Hjördís upp á hugræna atferlismeðferð (HAM) eða sáttar og ábyrgðarmeðferð (ACT) en í áfallavinnu notast hún við Hugræna úrvinnslumeðferð (HÚM) og sáttar og ábyrgðarmeðferð fyrir áföll (TFACT).
Hjá sálfræðiráðgjöfinni býður Hjördís upp á meðferð við tilfinningaröskunum, kvíða og þunglyndi, áfallastreitu og áhrifum bráðra áfalla. Hjördís hefur einnig reynslu af meðferð unglinga og pararáðgjöf.
Hafðu samband
Hafðu samband við Hjördísi til þess að bóka tíma í síma eða í gegnum tölvupóst.
Sími: 864 2898

