top of page
silja_magnusdottir_svhv.jpg

Silja Magnúsdóttir

  • Þunglyndi, Streita og kulnan

  • ​Námserfiðleikar, hegðunar- og samkiptavandi​

  • Sinnir bæði einstaklingum og pörum

  • Facebook

Silja Magnúsdóttir - Sálfræðingur

Silja fékk löggildingu sem klínískur sálfræðingur frá Háskólanum í Osló 2004.

Silja starfaði sem sálfræðingur hjá Geðhjálp við greiningar og lausnarmiðaða ráðgjöf/ meðferð fyrir fjölbreyttan hóp skjólstæðinga.  Silja leiddi ýmis konar hópa, s.s. kvíðahóp, þunglyndishóp, aðstandendahóp og stuðningshópa.  Einnig hefur Silja haldið sjálfsstyrkingar- og félagsfærninámskeið og námskeið í streitustjórnun og slökun.

Í Danmörku starfaði Silja við fjölskylduráðgjöf og sem skólasálfræðingur.  Þar sinnti hún ráðgjöf og meðferð barna, unglinga og foreldra auk hefðbundinna verkefna tengd sérfræðiþjónustu skóla.

Einnig hefur Silja starfað við Hælisleitendateymi Útlendingastofnunnar hjá Reykjavíkurborg og þá mest sinnt fjölskyldum.  Að auki hefur Silja starfað við sérfræðiþjónustu skóla hjá Reykjavíkurborg.

Hjá Sálfræðiráðgjöfinni sinnir Silja ráðgjöf og meðferð við til dæmis;

Þunglyndi

Streitu og kulnun (burnout)

Kvíða og óróleika

Lágu sjálfsmati

Áföllum

Námserfiðleikum

ADHD

Hegðunarvanda

Samskiptavanda

 

Silja sinnir fullorðnum, ungmennum og pörum.

Hafðu samband

Hafðu samband við Silju til þess að bóka tíma í síma eða í gegnum tölvupóst.

Sími: 612 5912

bottom of page