top of page

Fjóla Katrín Steinsdóttir

 

er sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni en starfar nú einnig í þunglyndis- og kvíðateymi Landspítala. 

 

Fjóla  lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2008 og Cand.psych gráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2011. Hún hefur starfað sem sálfræðingur síðan þá. Fjóla hefur víðtæka reynslu af því að vinna með fólki með mismunandi tilfinningavanda. Hún hefur starfað sem sálfræðingur í mismunandi teymum innan geðþjónustu Landspítalans í 10 ár þar sem hún hefur sinnt bæði einstaklings- og hópmeðferðum. Fjóla hefur einnig starfað sem sálfræðingur í Háskólanum í Reykjavík þar sem hún var bæði með fræðslu og einstaklingsviðtöl fyrir fólk í krefjandi námi. Fjóla tók nýlega við sem teymisstjóri þunglyndis- og kvíðateymis Landspítala og verkefnastjóri sálfræðinga á meðferðareiningu lyndisraskana Landspítala. 

 

Fjóla vinnur með kvíða, depurð, lágt sjálfsmat, áföll og streitu með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Bókun viðtalstíma í síma: 866 0535

 

Netfang: fjolakat@gmail.com

bottom of page