top of page

Fjóla Katrín Steinsdóttir

 

er sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni en starfar einnig á geðsviði Landspítala. 

 

Fjóla  lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2008 og Cand.psych gráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2011.

Frá útskrift hefur Fjóla unnið á geðsviði Landspítala. Hún hefur unnið bæði á göngudeild og bráðamóttöku geðsviðs sem og á Hvítabandi sem er dagdeildarmeðferð fyrir fólk með persónuleikaraskanir og langvarandi kvíða- og þunglyndissjúkdóma sem hefur ekki svarað hefðbundinni göngudeildarmeðferð. Fjóla vinnur nú á einni af almennu móttökugeðdeildum landspítala en sér auk þess um sérhæfða hópmeðferð í göngudeild fyrir fólk með hamlandi kvíðaraksanir. 

 

Fjóla hefur reynslu af því að halda HAM (hugræn atferlismeðferð) námskeið við þunglyndi og kvíða og lágu sjálfsmati. Hún hefur einnig þekkingu á DAM (díalektískri atferlismeðferð) sem rannsóknir sýna að gefa góðan árangur við langvarandi tilfinningavanda. 

 

Fjóla býður upp á meðferð við ýmis konar sálrænum vanda. Má þar nefna kvíða, félagsfælni, þunglyndi, streitu og lágt sjálfsmat með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Bókun viðtalstíma í síma: 866 0535

 

Netfang: fjolakat@gmail.com

bottom of page