Margrét Kristín Magnúsdóttir
er sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni.
Margrét lauk BA prófi frá Háskóla Íslands og embættisprófi í Sálfræði frá háskólanum í Árósum í Danmörku árið 2003. Eftir útskrift starfaði Margrét í rúmt ár á meðferðarheimili Götusmiðjunnar á Árvöllum og Akurhóli. Þar starfaði hún með unglingum sem höfðu leiðst út í neyslu ávana- og fíkniefna og glímdu við ýmis vandamál, bæði neyslutengd og önnur.
Frá ársbyrjun 2006 hefur Margrét starfað í Barnahúsi og gerir enn. Þar er unnið með börnum og unglingum sem eru þolendur kynferðisofbeldis. Í meðferðarvinnunni er mest notuð áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð.
Frá 2008 hefur Margrét jafnframt verið sjálfstætt starfandi á sálfræðistofu. Þar hefur hún mest unnið með fullorðna einstaklinga sem glíma við kvíða, depurð, fælni og samskiptaerfiðleika.
Margrét hefur mikla þekkingu og reynslu á meðferð í kjölfar áfalla og hefur sérhæft sig í meðferðarvinnu með þolendum kynferðisofbeldis, sem og annars konar ofbeldis og hlotið þjálfun í notkun áfallamiðaðrar hugrænnar atferlismeðferðar (TF CBT).
Bókun viðtala og/eða fyrirspurnir, fer fram í síma 696 0141
Netfang: mkm@simnet.is