top of page

Ragna Ólafsdóttir

 

 

er sálfræðingur og ein af þremur rekstraraðilum Sálfræðiráðgjafarinnar.

 

Ragna lauk BA prófi í Sálfræði frá Háskóla Íslands l980 og Mastersprófi í Sálfræði frá London Schools of Economics 1982. Hún hefur lokið tveggja ára sérhæfðu námi í hugrænni atferlismeðferð og tveggja ára námi í handleiðslu í hugrænni atferlismeðferð.

 

Ragna starfaði sem sálfræðingur hjá Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands í 25 ár og veitti háskólanemendum sálfræðilega ráðgjöf og náms- og starfsráðgjöf. Einnig kenndi hún um árabil við Háskóla Íslands. Auk þess hefur hún haldið fjölda námskeiða um kvíðastjórnun og sjálfsstyrkingu.

 

Ragna hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við kvíða, þunglyndi, hjóna- og pararáðgjöf við gagnkynhneigða og samkynhneigða. Einnig hefur hún sérhæft sig í meðferð við fæðingarþunglyndi og haldið fræðsluerindi og gefið út fræðslubækling þar að lútandi.

 

Ragna hefur um árabil starfað fyrir héraðsdóma á Íslandi, ýmist sem matsmaður í forsjárdeilum eða sem meðdómari.

Ragna Ólafsdóttir

Bókun viðtalstíma fer fram í: 897-3754

 

Netfang: ragnaolafs54@gmail.com

bottom of page