top of page

Heiðdís Sigurðardóttir

 

lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1982 og M.Phil prófi í klíniskri sálfræði frá University of London 1986. Hún sérhæfði sig í átröskun í Flórida 1993 (Inpatient Clinical Internship), lauk sérnámi í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) 2001 og hefur að auki sótt fjölmörg námskeið og þing er tengjast hennar störfum.

Meðlimur Sálfræðingafélags Íslands (Í stjórn fræðslunenfndar 1987-1993); Félags Sérfræðinga í Klíniskri Sálfræði; Félags Sjálfstætt Starfandi Sálfræðinga; Félags Fagfólks um Offitu (Í stjórn 2002-2006); Félags Fagfólks um Átraskanir (Í stjórn).

Stundakennsla mastersnema í sálfræði við HÍ; Námskeið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. Fræðsla/námskeið á vegum ýmissa félaga/samtaka.

Heiðdís starfaði við Geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1986-1988 (Að undanskildu árinu 1990 – starfaði það árið við Dept of Psychiatry UMD New Jersey USA); Barna- og Unglingageðdeild Landspítala 1998-2000; Hlutastarf á Neyðarmóttöku v/nauðgana Landspítala 1993-2003. Sjálfstætt starfandi sem hlutastarf frá 1996, í fullu starfi á sálfræðistofu frá 2001.

Meðferðarsvið;

  • Átraskanir(lystarstol, lotugræðgi, átköst og aðrar átraskanir) 

  • Kvíði 

  • Þunglyndi 

  • Lágt sjálfsmat

  • Meðvirkni

  • Sálræn áföll

Einnig annars konar fjölþættur tilfinningvanda hins dagsdaglega lífs. 
Hugræn atferlismeðferð (HAM), áhersla á núvitund, samkennd, eða aðrar nálganir sem henta á vegferðinni að bættri líðan

 

Heiðdís Sigurðardóttir.jpg

Bókun viðtalstíma fer fram í: 767 3778

 

Netfang: sigurdardottir.heiddis@gmail.com

bottom of page